Íslenskir hipsterar ættu að tengja Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2016 11:00 Atli kynntist leikstjóra myndarinnar, Alexander Carson, þegar hann var búsettur í Montreal og hefur einnig farið með hlutverk í tveimur stuttmyndum eftir hann. Mynd/NorthCountryCinema Efnt verður til þriggja sýninga á kanadísku indí-kvikmyndinni O, Brazen Age í Bíó Paradís í næstu viku. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF síðastliðið haust og hefur síðan þá ferðast um kvikmyndahátíðir og er stefnan sett á að myndin fari í almenna dreifingu í haust. Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Alexander Carson en meðal þeirra sem leika í kvikmyndinni er íslenski fjöllistamaðurinn Atli Bollason sem fer með hlutverk samnefnds flippskúnks í myndinni. „Það eru frekar margar persónur og þetta er í rauninni ekki ein saga heldur margar sem fléttast saman. Þetta er saga af heilum vinahóp og ég leik einn þessara vina. Hann er svona frekar flippaður myndi ég segja, hinir vinirnir ólust allir upp saman í úthverfi Toronto en þeir kynnast mér seinna á lífsleiðinni og ég er svona einhver flippskúnkur,“ segir Atli. „Ég náði bara að tengja mjög vel við það,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi átt í erfiðleikum með það að tengjast persónu sinni í myndinni. „Það hjálpaði kannski að persónan heitir sama nafni og ég þannig að það má vel vera að leikstjórinn hafi kannski byggt Atla í myndinni á Atla Bolla,“ bætir hann við dullarfullur. Leikstjóranum kynntist Atli þegar hann var búsettur í Montreal í Canada. „Þegar ég var þarna úti þá lék ég í einhverri stuttmynd sem hann gerði og síðan hittumst við nokkrum árum síðar í Detroit í Bandaríkjunum og skutum aðra stuttmynd saman þannig að þetta er í þriðja sinn sem við vinnum saman.“ O, Brazen Age er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd en hann hefur einnig gert stuttmyndir og hlaut Golden Gate-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco fyrir stuttmyndina Numbers & Friends árið 2014. Einnig hefur hann gert stuttmyndirnar We Refuse to Be Cold og Braids. O, Brazen Age er lýst sem þroskasögu og hugleiðingu um ljósmyndun, minningar og minjagrip sem dregur upp mynd af vináttu og trú á 21. öldinni. „Hún fjallar um vinahóp sem er búinn að vera til lengi en það er ekki þar með sagt að þessir vinir séu hollir hver fyrir annan. Þetta eru orðin flókin sambönd og kannski svolítið meiðandi og uppfull af afbrýðisemi. Þessir vinir eru að gera upp ýmis mál sem tengjast meðal annars fyrrverandi kærustum og vonbrigðum með að draumarnir frá unglingsárunum hafi ekki ræst.“ Atli segir myndina nútímalega og kallast vel á við þann tíma sem við lifum á í dag. „Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þessa mynd er að hún er mjög „modern“. Þessar týpur og þessi sambönd gætu ekki hafa verið til á neinum öðrum tíma en í upphafi 21. aldarinnar. Þetta eru hvítir millistéttarkrakkar sem eru að díla við svona fyrsta heims vandamál. Ég held að íslensk ungmenni og íslenskir hipsterar ættu að geta tengt við þetta.“ Myndin var tekin fyrir rúmu einu og hálfu ári og var Atli við tökur í rúman mánuð. Hann segir tökurnar hafa verið skemmtilegan tíma og samheldni hafa ríkt í hópnum. „Við bjuggum eiginlega öll saman og vorum að skjóta saman og á kvöldin fórum við og fengum okkur að borða, fórum á barinn og vorum að kíkja á það sem við höfðum verið að gera yfir daginn. Það myndaðist góð og vinaleg stemning á meðan á þessu stóð og ég held að það sjáist í myndinni. Ég held að það hafi skipt máli að fá þennan fíling á settinu til þess að láta þetta smitast inn í myndina og fá þennan afslappaða vinalega fíling.“ Atli er ekki leikari að mennt eða aðalstarfi en hefur líkt og áður sagði þó leikið í tveimur stuttmyndum eftir sama leikstjóra en einnig fór hann með hlutverk í vefþáttaröðinni Cloud of Ash sem leikstýrt var af Steindóri Grétari Jónssyni. Atli viðurkennir að það sér örlítið skrýtið að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu þó það sé skemmtilegt líka. „Það er ekki eins og að horfa í spegil allavega. Þetta er eitthvert undarlegt tilbrigði við mann sjálfan. Maður þekkir sumt og annað ekki í eigin fari.“ Engin frekari verkefni liggja þó fyrir að svo stöddu en Atli skýtur þó ekki loku fyrir að hann taki að sér frekari hlutverk í framtíðinni ef gott býðst. „Ég er allavega í símaskránni ef einhver vill, ég er alveg til í það.“ Sýningarnar þrjár verða í Bíói Paradís 7.-9. apríl en upplýsingar um tímasetningu og miðaverð má nálgast á vefsíðunni Bioparadis.is. O, BRAZEN AGE (2015) // FULL TRAILER from North Country Cinema on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Cillian mærir Kiljan Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
Efnt verður til þriggja sýninga á kanadísku indí-kvikmyndinni O, Brazen Age í Bíó Paradís í næstu viku. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF síðastliðið haust og hefur síðan þá ferðast um kvikmyndahátíðir og er stefnan sett á að myndin fari í almenna dreifingu í haust. Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Alexander Carson en meðal þeirra sem leika í kvikmyndinni er íslenski fjöllistamaðurinn Atli Bollason sem fer með hlutverk samnefnds flippskúnks í myndinni. „Það eru frekar margar persónur og þetta er í rauninni ekki ein saga heldur margar sem fléttast saman. Þetta er saga af heilum vinahóp og ég leik einn þessara vina. Hann er svona frekar flippaður myndi ég segja, hinir vinirnir ólust allir upp saman í úthverfi Toronto en þeir kynnast mér seinna á lífsleiðinni og ég er svona einhver flippskúnkur,“ segir Atli. „Ég náði bara að tengja mjög vel við það,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi átt í erfiðleikum með það að tengjast persónu sinni í myndinni. „Það hjálpaði kannski að persónan heitir sama nafni og ég þannig að það má vel vera að leikstjórinn hafi kannski byggt Atla í myndinni á Atla Bolla,“ bætir hann við dullarfullur. Leikstjóranum kynntist Atli þegar hann var búsettur í Montreal í Canada. „Þegar ég var þarna úti þá lék ég í einhverri stuttmynd sem hann gerði og síðan hittumst við nokkrum árum síðar í Detroit í Bandaríkjunum og skutum aðra stuttmynd saman þannig að þetta er í þriðja sinn sem við vinnum saman.“ O, Brazen Age er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd en hann hefur einnig gert stuttmyndir og hlaut Golden Gate-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco fyrir stuttmyndina Numbers & Friends árið 2014. Einnig hefur hann gert stuttmyndirnar We Refuse to Be Cold og Braids. O, Brazen Age er lýst sem þroskasögu og hugleiðingu um ljósmyndun, minningar og minjagrip sem dregur upp mynd af vináttu og trú á 21. öldinni. „Hún fjallar um vinahóp sem er búinn að vera til lengi en það er ekki þar með sagt að þessir vinir séu hollir hver fyrir annan. Þetta eru orðin flókin sambönd og kannski svolítið meiðandi og uppfull af afbrýðisemi. Þessir vinir eru að gera upp ýmis mál sem tengjast meðal annars fyrrverandi kærustum og vonbrigðum með að draumarnir frá unglingsárunum hafi ekki ræst.“ Atli segir myndina nútímalega og kallast vel á við þann tíma sem við lifum á í dag. „Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þessa mynd er að hún er mjög „modern“. Þessar týpur og þessi sambönd gætu ekki hafa verið til á neinum öðrum tíma en í upphafi 21. aldarinnar. Þetta eru hvítir millistéttarkrakkar sem eru að díla við svona fyrsta heims vandamál. Ég held að íslensk ungmenni og íslenskir hipsterar ættu að geta tengt við þetta.“ Myndin var tekin fyrir rúmu einu og hálfu ári og var Atli við tökur í rúman mánuð. Hann segir tökurnar hafa verið skemmtilegan tíma og samheldni hafa ríkt í hópnum. „Við bjuggum eiginlega öll saman og vorum að skjóta saman og á kvöldin fórum við og fengum okkur að borða, fórum á barinn og vorum að kíkja á það sem við höfðum verið að gera yfir daginn. Það myndaðist góð og vinaleg stemning á meðan á þessu stóð og ég held að það sjáist í myndinni. Ég held að það hafi skipt máli að fá þennan fíling á settinu til þess að láta þetta smitast inn í myndina og fá þennan afslappaða vinalega fíling.“ Atli er ekki leikari að mennt eða aðalstarfi en hefur líkt og áður sagði þó leikið í tveimur stuttmyndum eftir sama leikstjóra en einnig fór hann með hlutverk í vefþáttaröðinni Cloud of Ash sem leikstýrt var af Steindóri Grétari Jónssyni. Atli viðurkennir að það sér örlítið skrýtið að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu þó það sé skemmtilegt líka. „Það er ekki eins og að horfa í spegil allavega. Þetta er eitthvert undarlegt tilbrigði við mann sjálfan. Maður þekkir sumt og annað ekki í eigin fari.“ Engin frekari verkefni liggja þó fyrir að svo stöddu en Atli skýtur þó ekki loku fyrir að hann taki að sér frekari hlutverk í framtíðinni ef gott býðst. „Ég er allavega í símaskránni ef einhver vill, ég er alveg til í það.“ Sýningarnar þrjár verða í Bíói Paradís 7.-9. apríl en upplýsingar um tímasetningu og miðaverð má nálgast á vefsíðunni Bioparadis.is. O, BRAZEN AGE (2015) // FULL TRAILER from North Country Cinema on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Cillian mærir Kiljan Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira