Innlent

Íslenskir hestar fá sitt eigið safn í Hveragerði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lóðin við Austurmörk 6, 8 og 10 var áður hugsuð undir björgunarmiðstöð.
Lóðin við Austurmörk 6, 8 og 10 var áður hugsuð undir björgunarmiðstöð. Mynd/Loftmyndir ehf.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á fimmtudaginn að úthluta lóðina Austurmörk 6 ,8 og 10 til umráða undir safn um íslenska hestinn.

„Mjög flott hugmynd sem ég efast ekki um að verður vinsæl á meðal ferðamanna, íslenskra sem erlendra,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, á bloggsíðu sinni.

Áður voru uppi áform um að byggja björgunarmiðstöð á lóðinni á Austurmörk en ekki verður af því. Bæjarráð samþykkti því að úthluta Sigurbirni Viktorssyni og Viktori Sveinssyni lóðinni þegar formleg umsókn og tilskilin gögn liggja fyrir sem á að vera í síðasta lagi 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×