FIMMTUDAGUR 24. APRÍL NÝJAST 15:51

Rússneski herinn ćfir viđ landamćri Úkraínu

FRÉTTIR

Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum

Tónlist
kl 05:00, 23. október 2008
Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Parachutes á Organ. Einn međlima hennar er Alex Somers, kćrasti Jónsa, og heillađist Lanette mjög af hljómsveit hans.
Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Parachutes á Organ. Einn međlima hennar er Alex Somers, kćrasti Jónsa, og heillađist Lanette mjög af hljómsveit hans.

Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Einnig sótti hún Iceland Airwaves-hátíðina og heillaðist þar af fjölda hljómsveita.

Lanette Phillips hefur getið sér gott orð við framleiðslu tónlistarmyndbanda. Hún sótti ráðstefnuna You Are In Control og Airwaves-hátíðina í Reykjavík í síðustu viku. Phillips hreifst svo mjög af Íslandi að hún sendi fjöldapóst á hóp háttsettra vina sinna í tónlistar- og kvikmyndabransanum þar sem hún mærði land og þjóð en þó sérstaklega íslenska flytjendur á borð við Hjaltalín, Lay Low, Borko, Seabear og Dikta. Fylgdu myspace-síður þeirra og fleiri hljómsveita með til frekari glöggvunar. „Maðurinn minn er með fyrirtæki sem aðstoðar tónlistarmenn og hljómsveitir við að komast inn í bandarískar auglýsingar. Ég sendi póstinn á allar stofurnar sem hann rekur og hef þegar fengið viðbrögð frá fólki sem líkaði böndin vel," segir Lanette. „Það gæti komið sér vel fyrir suma listamennina að koma tónlistinni sinni í auglýsingar um öll Bandaríkin."

Lanette hóf feril sinn í afþreyingariðnaðinum sem móttökudama hjá Propaganda, fyrrum fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles. Eftir það skildu leiðir en í byrjun áratugarins var hún aftur ráðin til Sigurjóns, þá sem yfirmaður myndbandaframleiðslu Palomar Pictures. Á afrekaskrá hennar þar voru myndbönd fyrir ekki ómerkari listamenn en Red Hot Chili Peppers, Michael Jackson, Moby og Foo Fighters. Einnig hefur hún á ferli sínum framleitt myndbönd fyrir U2, Britney Spears, Eminem, Beyonce og Elton John. Nýlega stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og fyrsta verkefni þess verður framleiðsla á nýju myndbandi fyrir rapparann 50 Cent. Gengu samningarnir í gegn á meðan Lanette var stödd hér á landi.

Hún segir að margt hafi heillað sig hérlendis, bæði umhverfið, Bláa lónið, og svo auðvitað Airwaves-hátíðin. „Landið er ótrúlegt, hátíðin var æðisleg og tónlistarmennirnir algjörlega frábærir. Það sem ég heillaðist af var hversu samrýndir menn voru og studdu hver annan og hve allir voru vingjarnlegir. Þið ættuð að vera mjög stolt því tónlistarsenan þarna er ótrúleg. Það er líka merkilegt hvernig allir þekkja alla og spila í hljómsveitum hverjir hjá öðrum," segir hún. Bætir hún því við að sérlega eftirminnilegt hafi verið þegar Páll Óskar steig á svið með Hjaltalín og söng Þú komst við hjartað í mér. Spurð hvort Palli gæti orðið stjarna í Bandaríkjunum segir hún það vel mögulegt, enda hafi hann mikla útgeislun rétt eins og George Michael og Robbie Williams sem báðir hafi náð langt vestan hafs.

freyr@frettabladid.is


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Tónlist 23. apr. 2014 18:00

E-Zoo haldiđ á ný ţrátt fyrir tvö dauđsföll í fyrra

Í september í fyrra, var lokadegi Electric Zoo hátíđarinnar aflýst eftir ađ Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur ţekkt sem eiturlyfiđ Mollý. Meira
Tónlist 22. apr. 2014 19:30

Zack de la Rocha og Travis Barker til bjargar

Söngvari Rage Against the Machine's og trommari Blink-182 ađstođa rappdúettinn Run the Jewels. Meira
Tónlist 22. apr. 2014 18:30

Frestar tónleikaferđ vegna veikinda

Ný sjálenska söngkonan Lorde glímir viđ veikindi og frestar ţví tónleikum Meira
Tónlist 22. apr. 2014 18:00

Lugu ađ tónleikagestum

Gestir Coachella-hátíđarinnar sátu eftir međ sárt enniđ ţegar upp komst um fúskiđ. Meira
Tónlist 22. apr. 2014 17:30

Katy Perry móđgar ađdáendur sína

Sýnishorn úr nýju tónlistarmyndbandi Perry var nóg til ađ móđga suma. Meira
Tónlist 22. apr. 2014 17:00

Sumarsmellir ársins eru úr smiđju Chromeo

Chromeo komu fram hjá Jimmy Kimmel í gćr. Meira
Tónlist 22. apr. 2014 14:30

Samdi Diamonds fyrir Rihönnu á fjórtán mínútum

Sia Furler samdi lagiđ. Meira
Tónlist 19. apr. 2014 12:00

Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins

Of Monsters and Men, Ásgeir Trausti, John Grant og FM Belfast međal ţeirra sem verđa međ sérstakar útgáfur á alţjóđlegum degi plötusala í dag, laugardag. Meira
Tónlist 19. apr. 2014 12:00

Saman á túr í sumar

Beyoncé og Jay Z halda tuttugu tónleika saman í Bandaríkjunum. Meira
Tónlist 19. apr. 2014 09:00

Nýtt myndband frá One Direction

Strákarnir ganga og syngja á bryggju. Meira
Tónlist 18. apr. 2014 19:00

Rappar um rassinn á kćrustunni

Nýtt tónlistarmyndband međ Kanye West og Future. Meira
Tónlist 18. apr. 2014 16:00

Ríkustu hip hop-listamenn heims

Sean "Diddy“ Combs trónir á toppnum. Meira
Tónlist 18. apr. 2014 13:46

Enga fordóma í nýjum búningi

Pollapönk er búiđ ađ gera sérstakt "Euro club“-mix af laginu. Meira
Tónlist 16. apr. 2014 19:31

Hlustiđ á nýjasta lag Pharrell

Lagiđ lak á netiđ. Meira
Tónlist 16. apr. 2014 14:30

AC/DC ekki hćttir

Söngvarinn vísar kjaftasögunum á bug. Meira
Tónlist 16. apr. 2014 11:46

Stóns blása til stórtónleika

Kemur fram í Háskólabíói og í Hofi á Akureyri í október. Meira
Tónlist 15. apr. 2014 23:00

"Ţetta lag skiptir mig öllu máli“

Demi Lovato kom ađdáendum sínum á óvart á tónleikum. Meira
Tónlist 15. apr. 2014 18:30

Vísir frumsýnir nýtt tónlistarmyndband

Brynhildur Oddsdóttir gefur út lagiđ Óumflýjanlegt. Meira
Tónlist 15. apr. 2014 13:54

Frumsýnt á Vísi: Hjaltalín - Letter To [...]

Myndbandinu leikstýrđi Magnús Leifsson. Meira
Tónlist 15. apr. 2014 10:30

Hestur leikur ađalhlutverk í myndbandinu

Brynhildur Oddsdóttir tók upp myndband viđ lagiđ Óumflýjanlegt og fékk građhest lánađan í tökurnar. Meira
Tónlist 14. apr. 2014 20:30

Hlustađu á nýja lagiđ međ Lönu Del Rey

West Coast lofar góđu fyrir nýju plötu söngkonunnar. Meira
Tónlist 14. apr. 2014 20:00

Tekur Drunk in Love međ Beyoncé

Ed Sheeran fer á kostum. Meira
Tónlist 14. apr. 2014 16:00

Eminem og Rihanna trylltu lýđinn

Sungu The Monster á MTV Movie-verđlaunahátíđinni. Meira
Tónlist 14. apr. 2014 10:00

Sigur Rós međ lag í Game of Thrones

The Rains of Castamere heyrist í sjónvarpsseríunni. Meira
Tónlist 12. apr. 2014 14:37

Jón Ólafsson útnefndur heiđursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur

Viđ setningu Blúshátíđar fyrr í dag var Jón Ólafsson bassaleikari útnefndur heiđursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi. Meira

Tarot

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Tónlist / Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum
Fara efst