FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST NÝJAST 15:45

Ungir leikmenn Man. City verđa sendir til New York

SPORT

Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum

Tónlist
kl 05:00, 23. október 2008
Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Parachutes á Organ. Einn međlima hennar er Alex Somers, kćrasti Jónsa, og heillađist Lanette mjög af hljómsveit hans.
Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Parachutes á Organ. Einn međlima hennar er Alex Somers, kćrasti Jónsa, og heillađist Lanette mjög af hljómsveit hans.

Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Einnig sótti hún Iceland Airwaves-hátíðina og heillaðist þar af fjölda hljómsveita.

Lanette Phillips hefur getið sér gott orð við framleiðslu tónlistarmyndbanda. Hún sótti ráðstefnuna You Are In Control og Airwaves-hátíðina í Reykjavík í síðustu viku. Phillips hreifst svo mjög af Íslandi að hún sendi fjöldapóst á hóp háttsettra vina sinna í tónlistar- og kvikmyndabransanum þar sem hún mærði land og þjóð en þó sérstaklega íslenska flytjendur á borð við Hjaltalín, Lay Low, Borko, Seabear og Dikta. Fylgdu myspace-síður þeirra og fleiri hljómsveita með til frekari glöggvunar. „Maðurinn minn er með fyrirtæki sem aðstoðar tónlistarmenn og hljómsveitir við að komast inn í bandarískar auglýsingar. Ég sendi póstinn á allar stofurnar sem hann rekur og hef þegar fengið viðbrögð frá fólki sem líkaði böndin vel," segir Lanette. „Það gæti komið sér vel fyrir suma listamennina að koma tónlistinni sinni í auglýsingar um öll Bandaríkin."

Lanette hóf feril sinn í afþreyingariðnaðinum sem móttökudama hjá Propaganda, fyrrum fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles. Eftir það skildu leiðir en í byrjun áratugarins var hún aftur ráðin til Sigurjóns, þá sem yfirmaður myndbandaframleiðslu Palomar Pictures. Á afrekaskrá hennar þar voru myndbönd fyrir ekki ómerkari listamenn en Red Hot Chili Peppers, Michael Jackson, Moby og Foo Fighters. Einnig hefur hún á ferli sínum framleitt myndbönd fyrir U2, Britney Spears, Eminem, Beyonce og Elton John. Nýlega stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og fyrsta verkefni þess verður framleiðsla á nýju myndbandi fyrir rapparann 50 Cent. Gengu samningarnir í gegn á meðan Lanette var stödd hér á landi.

Hún segir að margt hafi heillað sig hérlendis, bæði umhverfið, Bláa lónið, og svo auðvitað Airwaves-hátíðin. „Landið er ótrúlegt, hátíðin var æðisleg og tónlistarmennirnir algjörlega frábærir. Það sem ég heillaðist af var hversu samrýndir menn voru og studdu hver annan og hve allir voru vingjarnlegir. Þið ættuð að vera mjög stolt því tónlistarsenan þarna er ótrúleg. Það er líka merkilegt hvernig allir þekkja alla og spila í hljómsveitum hverjir hjá öðrum," segir hún. Bætir hún því við að sérlega eftirminnilegt hafi verið þegar Páll Óskar steig á svið með Hjaltalín og söng Þú komst við hjartað í mér. Spurð hvort Palli gæti orðið stjarna í Bandaríkjunum segir hún það vel mögulegt, enda hafi hann mikla útgeislun rétt eins og George Michael og Robbie Williams sem báðir hafi náð langt vestan hafs.

freyr@frettabladid.is


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Tónlist 31. júl. 2014 07:00

Sóley frumflytur nýtt lag

Tónlistarkonan Sóley ćtlar ađ frumflytja nýtt lag á tónleikum í menningarhúsinu Mengi viđ Óđinsgötu í kvöld. Meira
Tónlist 30. júl. 2014 15:30

Jessie J, Ariana Grande og Nicki Minaj taka höndum saman

Bang Bang heitir afrakstur samstarfs ţessara ţriggja hćfileikaríku tónlistarmanna. Meira
Tónlist 30. júl. 2014 14:30

Nýtt lag frá Rökkurró lítur dagsins ljós

Hljómsveitin Rökkurró sendi frá sér smáskífu, The Backbone, sem frumflutt var á tónlistarvefnum The Line of Best Fit í dag. Meira
Tónlist 29. júl. 2014 17:00

Hilary Duff frumsýnir nýtt myndband

Chasing the Sun er nýjasta útgáfa söng- og leikkonunar Hilary Duff, en myndbandiđ var frumsýnt í gćr. Meira
Tónlist 29. júl. 2014 12:30

Nýtt myndband frá Sister Sister

Nýjasta lag hljómsveitarinnar Sister Sister lítur dagsins ljós í flottu myndbandi. Meira
Tónlist 29. júl. 2014 09:00

Hljómsveitin UMTBS syngur sitt síđasta

Ultra Mega Technobandiđ Stefán, ein vinsćlasta hljómsveit landsins hefur ákveđiđ ađ hćtta störfum. Sveitin kemur fram á sínum síđustu tónleikum um helgina. Meira
Tónlist 29. júl. 2014 07:00

Heimir Rappari sendir frá sér Geimrusl

Heimir Rappari hefur sent frá sér lagiđ Geimrusl (Z.O.Z.) sem er tekiđ af vćntanlegri sólóplötu hans, George Orwell EP. Meira
Tónlist 28. júl. 2014 18:30

Ćtlar ađ koma fólki í vímu međ tónlistinni

"Ég kemst af međ hjálp vina minna," sagđi trommarinn Ringo Starr og ég vona ađ ţau orđ rćtist í mínu tilfelli," Meira
Tónlist 28. júl. 2014 17:30

Glćnýtt tónlistarmyndband frá Hafdísi Huld

Wolf er önnur smáskífan af ţriđju sólóplötunni Hafdísar, Home sem kom út í vor á vegum Reveal records í Evrópu og OK!Good í Bandaríkjunum. Meira
Tónlist 28. júl. 2014 14:30

Sjáđu nýtt tónlistarmyndband Samaris

Tónlistaryndbandiđ er viđ lagiđ Brennur Stjarna og fara María Birta Bjarnadóttir og Ólafur Darri Ólafsson međ ađalhlutverk í myndbandinu. Meira
Tónlist 28. júl. 2014 10:51

Frumsýnt á Vísi: Ţú ert međ Sigríđi Thorlacius í fókushlutverki

"Ţetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagiđ Ţú ert, en myndbandiđ viđ lagiđ er frumsýnt hér á Vísi. Meira
Tónlist 26. júl. 2014 13:30

Gefa út plötu ókeypis á netinu

Tónlistarmennirnir Bergur Ţórisson og Pétur Jónsson mynda hljómsveitina Hugar en ţeir koma úr mjög mismunandi áttum tónlistarlega séđ. Meira
Tónlist 26. júl. 2014 12:00

Flugeldasýning á Hlíđarenda

Nokkrar af vinsćlustu rokksveitum landsins sameinast í Vodafonehöllinni. Meira
Tónlist 26. júl. 2014 12:00

Aldrei ađ vita hvađ gerist á sviđinu

Mr. Silla frumflytur efni af nýrri sólóplötu á einkatónleikum í Mengi í kvöld. Meira
Tónlist 26. júl. 2014 11:30

Í rađir Record Records

AmabAdamA hefur gert samning viđ útgáfufyrirtćkiđ Record Records Meira
Tónlist 25. júl. 2014 14:12

Belle and Sebastian mćtir á ATP

Skosku indíhetjurnar láta sjá sig í Keflavík á nćsta ári. Meira
Tónlist 25. júl. 2014 11:30

Brjálćđisleg Brćđsla

Mikil hátíđarhöld fara fram á Borgarfirđi eystra um helgina ţegar ađ Brćđslan fer ţar fram í tíunda skiptiđ. Brćđslustjórinn Magni er miklu meira en spenntur. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 19:00

Weird Al í fyrsta sinn á toppnum

Tónlistarmađurinn skrýtni á hátindi ferilsins eftir 35 ár í bransanum. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 16:30

Snoop Dogg reykti gras í Hvíta húsinu

"Svo bćtti ég viđ ađ ţegar ég vćri ađ gera númer 2 vćri venjan ađ ég fengi mér sígarettu eđa kveikti í einhverju til ađ ná stemmingunni réttri.“ Meira
Tónlist 23. júl. 2014 16:00

Ritstjórinn hélt ađ ekkert yrđi úr Amy Winehouse

Óbirt viđtal frá árinu 2004 viđ Amy Winehouse hefur skotiđ upp kollinum. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 15:30

Lana Del Rey hefur sofiđ hjá fullt af mönnum í tónlistarbransanum

Söngkonan lét ţessi ummćli falla í viđtali viđ Complex Magazine. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 14:30

Nýtt myndband frá Robert the Roommate

Myndbandiđ er ţađ fyrsta sem ađ sveitin sendir frá sér og er tekiđ upp í suđur Svíţjóđ. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 10:30

Tekur sér pásu frá plötuútgáfu

Friđrik Dór Jónsson vinnur ţó í nýju efni međ StopWaitGo og Ólafi Arnalds. Meira
Tónlist 22. júl. 2014 09:00

Grípur ţrisvar sinnum í píkuna á sér í hverju setti

Steiney Skúladóttir er nýjasti međlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdćtra. Meira
Tónlist 21. júl. 2014 16:00

Nýtt lag frá Valdimar

Lćt ţađ duga er af ţriđju breiđskífu sveitarinnar sem kemur í verslanir í október. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Tónlist / Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum
Fara efst