Innlent

Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi í dag. vísir/ernir
Stjórnvöldum var heimilt að setja lög á verkfall Bandalags háskólamanna. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní, eftir um tíu vikna verkfall félagsmanna.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í dag og fékk málið flýtimeðferð fyrir dómi. Niðurstaðan var sú að lagasetningin hefði verið lögmæt.

BHM byggði mál sitt meðal annars á því að um væri að ræða brot á stjórnarskrá og mannréttindum.

Lögin voru sett á verkfall félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 11. júní síðastliðinn. Gerðardómur var í kjölfarið skipaður en hann hefur frest til 15.ágúst til að ákvarða kjör og kaup félagsmanna BHM.

Málskostnaður var felldur niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×