Íslenska ríkið skattleggur mannssæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2010 18:45 Ríkið skattleggur innflutt sæði sem notað er hér á landi til tæknifrjóvgunar, en Tollstjóraembættið skilgreinir það núna sem landbúnaðarafurð en ekki lífsýni, eins og áður. Þetta er mikil breyting, því sæðisinnflutningur hefur verið tollfrjáls í áratugi. Það var DV sem greindi fyrst frá málinu á föstudaginn síðastliðinn. Tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hefur kært þá ákvörðun tollstjóraembættisins að hætta skilgreina gjafasæði sem lífsýni og byrja að flokka það sem landbúnaðarvöru. Núna innheimtir ríkið 24,5 prósenta virðisaukaskatt af sæðisdropanum. „Okkur finnst þetta skjóta skökku við og höfum kært þessa ákvörðun, þessa túlkun tollsins," segir Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá Art Medica. „Þetta hefur skapað þann vanda fyrst og fremst að þetta hefur aukið kostnað hjá sjúklingum sem þurfa að nota gjafasæði. Þetta hefur einnig skapað vanda með greiðslur á gjafasæðinu og þá er hætta á að þetta skemmist í tollinum, ef þetta er þar of lengi og kemst ekki til okkar í geymslu," segir Guðmundur. Hann segir að þetta skapi gríðarleg vandræði og rugling. Þetta sé ekki skattlagt í öðrum EES-ríkjum eða í Evrópusambandinu. Eftir að tollstjórinn ákvað að flokka mannssæði sem landbúnaðarvöru þá er það í raun yfirlýsing ríkisvaldsins um að það geri ekki neinn greinarmun á sæði úr nautgripum og sæði úr mönnum. Sæði úr báðum er skattlagt. Guðmundur segir að það sé ekki hægt með nokkrum rökum að komast að þeirri niðurstöðu að mannssæði sé landbúnaðarafurð, enda sé um lífssýni að ræða sem hafi ekki verið skattlagt áratugum saman. Tollstjórinn hefur kæru Guðmundar og starfsfélaga hans hjá Art Medica til meðferðar hjá embættinu. Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun hér á landi með erlendu gjafasæði skipta tugum á ári hverju. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Ríkið skattleggur innflutt sæði sem notað er hér á landi til tæknifrjóvgunar, en Tollstjóraembættið skilgreinir það núna sem landbúnaðarafurð en ekki lífsýni, eins og áður. Þetta er mikil breyting, því sæðisinnflutningur hefur verið tollfrjáls í áratugi. Það var DV sem greindi fyrst frá málinu á föstudaginn síðastliðinn. Tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hefur kært þá ákvörðun tollstjóraembættisins að hætta skilgreina gjafasæði sem lífsýni og byrja að flokka það sem landbúnaðarvöru. Núna innheimtir ríkið 24,5 prósenta virðisaukaskatt af sæðisdropanum. „Okkur finnst þetta skjóta skökku við og höfum kært þessa ákvörðun, þessa túlkun tollsins," segir Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá Art Medica. „Þetta hefur skapað þann vanda fyrst og fremst að þetta hefur aukið kostnað hjá sjúklingum sem þurfa að nota gjafasæði. Þetta hefur einnig skapað vanda með greiðslur á gjafasæðinu og þá er hætta á að þetta skemmist í tollinum, ef þetta er þar of lengi og kemst ekki til okkar í geymslu," segir Guðmundur. Hann segir að þetta skapi gríðarleg vandræði og rugling. Þetta sé ekki skattlagt í öðrum EES-ríkjum eða í Evrópusambandinu. Eftir að tollstjórinn ákvað að flokka mannssæði sem landbúnaðarvöru þá er það í raun yfirlýsing ríkisvaldsins um að það geri ekki neinn greinarmun á sæði úr nautgripum og sæði úr mönnum. Sæði úr báðum er skattlagt. Guðmundur segir að það sé ekki hægt með nokkrum rökum að komast að þeirri niðurstöðu að mannssæði sé landbúnaðarafurð, enda sé um lífssýni að ræða sem hafi ekki verið skattlagt áratugum saman. Tollstjórinn hefur kæru Guðmundar og starfsfélaga hans hjá Art Medica til meðferðar hjá embættinu. Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun hér á landi með erlendu gjafasæði skipta tugum á ári hverju.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira