Íslenska ríkið skattleggur mannssæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2010 18:45 Ríkið skattleggur innflutt sæði sem notað er hér á landi til tæknifrjóvgunar, en Tollstjóraembættið skilgreinir það núna sem landbúnaðarafurð en ekki lífsýni, eins og áður. Þetta er mikil breyting, því sæðisinnflutningur hefur verið tollfrjáls í áratugi. Það var DV sem greindi fyrst frá málinu á föstudaginn síðastliðinn. Tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hefur kært þá ákvörðun tollstjóraembættisins að hætta skilgreina gjafasæði sem lífsýni og byrja að flokka það sem landbúnaðarvöru. Núna innheimtir ríkið 24,5 prósenta virðisaukaskatt af sæðisdropanum. „Okkur finnst þetta skjóta skökku við og höfum kært þessa ákvörðun, þessa túlkun tollsins," segir Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá Art Medica. „Þetta hefur skapað þann vanda fyrst og fremst að þetta hefur aukið kostnað hjá sjúklingum sem þurfa að nota gjafasæði. Þetta hefur einnig skapað vanda með greiðslur á gjafasæðinu og þá er hætta á að þetta skemmist í tollinum, ef þetta er þar of lengi og kemst ekki til okkar í geymslu," segir Guðmundur. Hann segir að þetta skapi gríðarleg vandræði og rugling. Þetta sé ekki skattlagt í öðrum EES-ríkjum eða í Evrópusambandinu. Eftir að tollstjórinn ákvað að flokka mannssæði sem landbúnaðarvöru þá er það í raun yfirlýsing ríkisvaldsins um að það geri ekki neinn greinarmun á sæði úr nautgripum og sæði úr mönnum. Sæði úr báðum er skattlagt. Guðmundur segir að það sé ekki hægt með nokkrum rökum að komast að þeirri niðurstöðu að mannssæði sé landbúnaðarafurð, enda sé um lífssýni að ræða sem hafi ekki verið skattlagt áratugum saman. Tollstjórinn hefur kæru Guðmundar og starfsfélaga hans hjá Art Medica til meðferðar hjá embættinu. Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun hér á landi með erlendu gjafasæði skipta tugum á ári hverju. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ríkið skattleggur innflutt sæði sem notað er hér á landi til tæknifrjóvgunar, en Tollstjóraembættið skilgreinir það núna sem landbúnaðarafurð en ekki lífsýni, eins og áður. Þetta er mikil breyting, því sæðisinnflutningur hefur verið tollfrjáls í áratugi. Það var DV sem greindi fyrst frá málinu á föstudaginn síðastliðinn. Tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hefur kært þá ákvörðun tollstjóraembættisins að hætta skilgreina gjafasæði sem lífsýni og byrja að flokka það sem landbúnaðarvöru. Núna innheimtir ríkið 24,5 prósenta virðisaukaskatt af sæðisdropanum. „Okkur finnst þetta skjóta skökku við og höfum kært þessa ákvörðun, þessa túlkun tollsins," segir Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá Art Medica. „Þetta hefur skapað þann vanda fyrst og fremst að þetta hefur aukið kostnað hjá sjúklingum sem þurfa að nota gjafasæði. Þetta hefur einnig skapað vanda með greiðslur á gjafasæðinu og þá er hætta á að þetta skemmist í tollinum, ef þetta er þar of lengi og kemst ekki til okkar í geymslu," segir Guðmundur. Hann segir að þetta skapi gríðarleg vandræði og rugling. Þetta sé ekki skattlagt í öðrum EES-ríkjum eða í Evrópusambandinu. Eftir að tollstjórinn ákvað að flokka mannssæði sem landbúnaðarvöru þá er það í raun yfirlýsing ríkisvaldsins um að það geri ekki neinn greinarmun á sæði úr nautgripum og sæði úr mönnum. Sæði úr báðum er skattlagt. Guðmundur segir að það sé ekki hægt með nokkrum rökum að komast að þeirri niðurstöðu að mannssæði sé landbúnaðarafurð, enda sé um lífssýni að ræða sem hafi ekki verið skattlagt áratugum saman. Tollstjórinn hefur kæru Guðmundar og starfsfélaga hans hjá Art Medica til meðferðar hjá embættinu. Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun hér á landi með erlendu gjafasæði skipta tugum á ári hverju.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent