Íslenska ríkið sér á báti ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR, ORRI HAUKSSON, INGVI HRAFN JÓNSSON og SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON OG RAKEL SVEINSDÓTTIR skrifa 13. febrúar 2017 05:00 Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun