Íslenska ríkið sér á báti ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR, ORRI HAUKSSON, INGVI HRAFN JÓNSSON og SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON OG RAKEL SVEINSDÓTTIR skrifa 13. febrúar 2017 05:00 Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik. Talsverða burði þarf til geta framleitt, keypt, talsett, þýtt eða miðlað íslensku efni, hvort sem er við fréttaöflun, frumsköpun eða aðra dagskrárgerð. Frjálsir fjölmiðlar hafa reynt að sinna þessu eftir fremsta megni – samhliða ríkismiðlinum – og eru býsna stoltir af framlagi sínu til þessa. Róðurinn verður hins vegar sífellt þyngri, sökum margvíslegrar alþjóðlegrar þróunar og afar sérstaks fyrirkomulags í fjölmiðlun á Íslandi. Útlitið væri mun bjartara ef ríkið tæki ekki bróðurpart tekna á fjölmiðlamarkaði til sín. Tekjur ríkisrekinna fjölmiðlafyrirtækja í Evrópu, utan Ríkisútvarpsins, eru eingöngu í formi árlegs útvarps- eða afnotagjalds og af sölu á sjónvarpsefni framleiddu í heimahögum. NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, DR í Danmörku og BBC í Bretlandi eru nær eingöngu rekin fyrir almannafé. Alls 97% tekna NRK á árinu 2015 fengust með afnotagjöldum, sem norskum almenningi ber að greiða. Hlutfallið var 96,5% hjá SVT sama ár, 92% af tekjum DR og 77,5% hjá BBC. Afgangurinn var afrakstur sölu velheppnaðra sjónvarpsþáttaraða og heimildamynda til annarra landa.Svipuð upphæð á hvern íbúa Íslenska ríkið greiðir næsthæstu upphæð á hvern í íbúa til síns ríkismiðils. Einungis Norðmenn greiða hærri upphæð á haus en við. Engum þessara miðla utan Íslands er gert að afla sér auglýsingatekna á samkeppnismarkaði, Ríkisútvarpið eitt býr við þá kvöð. Þriðjungs af tekjum Ríkisútvarpsins er aflað í harðri samkeppni um auglýsingafé, sem háð er daglega við einkamiðla. Samkvæmt ársreikningi 2015 voru auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 2,8 milljarðar á tímabilinu 1. september 2014 til 31. desember 2015. Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum. Þannig dregur hið opinbera til sín sífellt stærri hluta íslensks auglýsingafjár í ljósvaka. Eins og gefur að skilja setur þetta fyrirkomulag verulegar hömlur á möguleika einkarekinna miðla til að skapa dýra og metnaðarfulla dagskrá. Einkareknir miðlar geta hvorki stundað öfluga fjölmiðlun – né stuðlað að sífelldu og auknu framboði af íslensku gæðaefni fyrir almenning – nema hafa möguleika á að afla sér tekna.Einfaldar og markvissar umbætur Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd á dögunum sem á að hafa það hlutverk að skoða stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Það ætti að vera fyrsta verkefni nefndarinnar að skapa íslenskum fjölmiðlum sama rekstrarumhverfi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Ríkisútvarpið stendur sig að mörgu leyti ágætlega. Vart er þó leiðarljós íslenska ríkisins að ríkismiðillinn, einn ljósvakamiðla, sinni íslenskri tungu og menningu. Einkareknir fjölmiðlar vilja gjarnan taka þátt í að styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á blómlegri dagskrárgerð og efnisframleiðslu á Íslandi. Hægðarleikur er fyrir íslenska ríkið að gera þeim það kleift til framtíðar.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar