Íslensk veiðihjól seld í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2014 08:59 Steingrímur hefur sjálfur góða reynslu af veiðihjólum Fossadals. Mynd/Úr einkasafni. „Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira