Íslensk veiðihjól seld í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2014 08:59 Steingrímur hefur sjálfur góða reynslu af veiðihjólum Fossadals. Mynd/Úr einkasafni. „Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
„Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“
Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira