Íslensk veiðihjól seld í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2014 08:59 Steingrímur hefur sjálfur góða reynslu af veiðihjólum Fossadals. Mynd/Úr einkasafni. „Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
„Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira