Íslensk veiðihjól seld í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2014 08:59 Steingrímur hefur sjálfur góða reynslu af veiðihjólum Fossadals. Mynd/Úr einkasafni. „Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
„Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira