Íslensk rannsókn um klámnotkun: Helmingur hefur sent nektarmyndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. vísir/getty Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira