Viðskipti innlent

Íslensk getspá til ENNEMM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á myndinni frá undirritun samningsins eru:
Stefán S. Konráðsson, Jón Sæmundsson, Inga Huld Sigurðardóttir og Hallur A. Baldursson.
Á myndinni frá undirritun samningsins eru: Stefán S. Konráðsson, Jón Sæmundsson, Inga Huld Sigurðardóttir og Hallur A. Baldursson.
Íslensk getspá og Íslenskar getraunir hafa samið við auglýsingastofuna ENNEMM um framleiðslu auglýsinga og kynningarefnis félaganna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Samkvæmt samningnum mun ENNEMM annast öll vörumerki félaganna tveggja: Lottó, Víkingalottó, 1x2, Lengjuna og EuroJackpot.

„Við vildum breyta til og skoðuðum nokkrar auglýsingastofur og niðurstaðan var að fara með allt til ENNEMM. Við væntum mikils af samstarfinu og hlökkum til að taka næstu skref með þeim,“ segir Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, sem er ánægður með samninginn.

Hallur A. Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM, segir að Íslensk getspá og Íslenskar getraunir séu góð viðbót í flóru viðskiptavina stofunnar.

„Þetta felur í sér mörg spennandi verkefni og það er gaman að taka við þessum vinsælu vörumerkjum til að þróa þau áfram í takt við nýja tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×