Lífið

Íslendingur í níunda sæti á HM í utanvegahlaupi

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslendingarnir að lokinni keppni.
Íslendingarnir að lokinni keppni. Myndir/Facebook-síða Ultra Trail teymisins
Íslendingarnir þrír sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum luku keppni í dag. Þorbergur Ingi Jónsson náði bestum árangri þeirra þriggja og lenti í níunda sæti.

Hlaupið, sem fer fram í Annecy í Frakklandi, er 85 kílómetra langt með samtals 5.200 metra hæðarhækkun.

Þorbergur Ingi vakti athygli í fyrra fyrir að bæta brautarmetið í Laugavegshlaupinu um tólf mínútur. Hann kom í mark fjörutíu mínútum á undan næsta manni.

Þvílíkt sáttir eftir daginn, Tobbi í topp 10, þvílík hamingju!

Posted by Iceland Ultra Trail Running Team 2015 on 30. maí 2015

Tengdar fréttir

Stefna á 85 kílómetra hlaup

Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×