Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Drengjunum heilsast vel en þeir voru mjög smáir við fæðingu. Sá stærsti var 7 merkur, sá næststærsti 6 merkur og minnsti 5 og hálf mörk. Mynd/Einkasafn „Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira