Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Drengjunum heilsast vel en þeir voru mjög smáir við fæðingu. Sá stærsti var 7 merkur, sá næststærsti 6 merkur og minnsti 5 og hálf mörk. Mynd/Einkasafn „Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira