Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2015 13:10 Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu. Menn kunna ekki að skýringar á því hvernig það má vera að Íslendingar nota mest allra í Evrópu af þunglyndislyfjum. Vísir Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf. Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf.
Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira