Íslendingar eiga Norðurlandamet í sykurneyslu 22. maí 2009 05:30 Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira