Íslendingar búi við höft næstu árin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2014 20:00 Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf