Handbolti

Íslendingaliðið Kristianstad í mjög góðum málum á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty
Kristianstad hélt sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann öruggan níu marka sigur á Alingsås HK, 25-16.

Alingsås er í fimmta sæti deildarinnar og því sýnir frammistaða Kristianstad í kvöld að liðið er til alls líklegt í baráttunni um titilinn í ár.

Íslendingarnir voru saman með átta mörk í leiknum en Kristianstad er komið með níu fingur á deildarmeistaratitilinn eftir hann. Þetta er sjöundi deildarsigur Kristianstad-liðsins í röð og hann skilaði liðinu þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Stórskyttan Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk úr sjö skotum og gaf eina stoðsendingu, leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk úr fjögur skotum og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson nýtti eina skotið sitt í kvöld.

Kristianstad var þremur mörkum yfir í hálfleik, 9-6, og gekk síðan frá leiknum með mjög góðri byrjun á seinni hálfleiknum.

Ólafur fór langt með að gera út um leikinn þegar hann skoraði tvö mörk í röð og kom sínu liði sjö mörkum yfir, 14-7, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Seinna markið skoraði hann eftir að hafa komist inn í sendingu leikmanna Alingsås.

Gunnar Steinn komst síðan Kristianstad átta mörkum yfir í næstu sókn liðsins og eftirleikurinn varð auðveldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×