Golf

Ísland vann Wales í úrslitaleiknum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Evrópumeistarar 2. deildar
Evrópumeistarar 2. deildar mynd/gsí
Ísland gerði sér lítið fyrir og vann Wales 4-3 í úrslitaleik 2. deildar Evrópumeistaramótsins í golfi karla í dag í Lúxemborg.

Íslenska liðið hafði fyrir leikinn í dag tryggt sér sæti í efstu deild en liðið hefur leikið frábært golf á mótinu.

Eftir fjórmenningsleikina var staðan 1-1 en Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Gísli Sveinbergsson unnu sinn leik með þremur vinningum þegar tvær holur voru eftir.

Ísland vann þrjá einmenningsleiki en Wales tvo og tryggði það Íslandi þennan sæta sigur. Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst unnu sína leiki.

Birgir Leifur Hafþórsson þjálfar íslenska liðið en auk kylfinganna fjögurra sem nefndir eru hér að ofan eru Aron Snær Júlíusson og Egill Ragnar Gunnarsson einnig í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×