Innlent

Ísland sagt vera öruggasta land í heiminum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Laugaveginum að sumri til.
Á Laugaveginum að sumri til. Ernir Eyjólfsson
Ísland er talið öruggasta landið í heiminum en frá þessu er greint á síðu Press Cave.

Þetta er mat stofnunarinnar Institu­te for Economics and Peace (IEP) en talað er um Ísland sem fallegan og góðan stað til að setjast að.

Lág glæpatíðni hér á landi setur Ísland í efsta sæti. Sú staðreynd að enginn her er hér á landi gerir það einnig að verkum að Íslendingar og þeir sem búsettir eru hér á landi eru mjög öruggir.

Hér að neðan má sjá topp tíu öruggustu löndin í heiminum:

  1. Ísland
  2. Taívan
  3. Danmörk
  4. Austurrík
  5. Nýja-Sjáland
  6. Georgía
  7. Kanada
  8. Japan
  9. Noregur
  10. Singapúr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×