Golf

Ísland í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á EM í Póllandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur er efstur íslensku keppendanna á þremur undir pari.
Haraldur er efstur íslensku keppendanna á þremur undir pari. vísir/daníel
Íslenska karlalandsliðið í golfi er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á Evrópumeistaramótinu í Póllandi.

Ísland leikur í 2. deild en mótið stendur yfir 8.-11. júlí. Þrjár efstu þjóðirnar komast í 1. deildarkeppnina á næsta ári.

Haraldur Magnús Franklín úr GR er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur undir pari. Axel Bóasson úr GK kemur þar á eftir á tveimur höggum undir pari.

Rúnar Arnórsson, GK, og Kristján Þór Einarsson, GM, léku báðir á pari vallarins, eða 72 höggum. Andri Þór Björnsson úr GR lék á þremur höggum yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson á fjórum yfir pari. Fimm bestu skorin telja í höggleiknum.

Íslenska landsliðið er þannig skipað:

Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Kristján Þór Einarsson (GM), Rúnar Arnórsson (GK). Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×