Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt 19. nóvember 2010 10:30 „Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd." Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd."
Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent