Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt 19. nóvember 2010 10:30 „Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd." Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd."
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira