Enski boltinn

Ísland fyrir ofan Frakkland á heimslista FIFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísland mætir Hollandi í kvöld.
Ísland mætir Hollandi í kvöld. vísir/andri marino
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun, en það fer upp um eitt sæti frá síðasta lista.

Ísland er í fyrsta sinn fyrir ofar fyrrverandi heims- og Evrópumeistara Frakka á heimslistanum, en Frakkar eru í 24. sæti.

Danir skjótast þó upp fyrir Íslendinga í 22. sætið og erum við því ekki lengur með besta knattspyrnulandslið Norðurlandaþjóðanna.

Ísland er í 16. sæti af 54 Evrópuþjóðum og fer upp um eitt sæti á þeim lista líka.

Argentína er í efsta sæti listans og Belgar í öðru sæti, en Hollendingar, sem Ísland mætir í dag, er í tóflta sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×