FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 12:26

Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal taka viđ tónlistinni hjá Senu

FRÉTTIR

Ísland er fimmtánda besta handboltaţjóđ Evrópu

 
Handbolti
22:15 11. FEBRÚAR 2016
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar.
Róbert Gunnarsson í leik á EM í janúar. VÍSIR/VALLI

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir árið 2015.

Listinn styðst við árangur þjóðanna á mótum A-landsliða sem og yngri landsliða.

Frakkar eru besta handboltaþjóð Evrópu en karlalandsliðið er númer eitt á listanum en kvennaliðið númer sjö.

Íslenskur karlahandbolti nær níunda sæti á listanum en stelpurnar urðu í 25. sæti að þessu sinni. Á heildarlistanum er Ísland síðan í 15. sæti.

Ísland var í 16. sæti á heildarlistanum 2014 og fer því upp um eitt sæti milli ára.


Listi EHF.
Listi EHF.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ísland er fimmtánda besta handboltaţjóđ Evrópu
Fara efst