Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2015 18:24 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA/Getty Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels