Handbolti

Ísland ekki áfram í milliriðil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Íslands á mótinu.
Úr leik Íslands á mótinu. Vísir/Eurohandball.pl
U18 ára landslið Íslands í handbolta tapaði í kvöld fyrir Sviss í A-riðli úrslitakeppni Evrópumótsins. Lokatölur 24-22.

Sigur Sviss var fyllilega verðskuldaður segir á heimasíðu mótsins, en þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 14-9. Lokatölur urðu eins og fyrr segir 24-22.

Ómar Magnússon, var markahæstur hjá íslenska liðinu með fimm mörk og næst komu þeir Egill og Sturla Magnússynir með fjögur.

Íslandi dugði stig til að fara áfram í millirið, en svo var ekki. Sviss fer því áfram á innbyrðisviðureignum, en bæði lið voru með þrjú stig.

Íslenska liðið mun því spila um sæti níu til sextán í Póllandi, en mótið er haldið í Gdansk þar í landi.

Markaskorarar Íslands:

Ómar Magnússon 5, Egill Magnússon 4, Sturla Magnússon 4, Birkir Benediktsson 3, Dagur Arnarsson 2, Hlynur Bjarnason 2, Leonharð Harðarson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Óðinn Ríkharðsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×