Erlent

Isis með þjálfunarbúðir í Líbíu

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS.
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS. Vísir/AFP
Isis samtökin hafa komið sér upp þjálfunarbúðum í austurhluta Líbíu. Þetta fullyrða bandarísk stjórnvöld og er talið að nokkur hundruð vígamenn séu nú samankomnir í búðunum sem nýlega var komið á laggirnar.

Algjör upplausn hefur ríkt í Líbíu eftir að Muammar Gaddaffi einræðisherra var steypt af stóli árið 2011 og hafa allskyns hópar barist þar um völdin. Öfgasinnaðir múslimar eru sérstaklega áhrifamiklir í austurhluta landsins og hafa sumir hópar þeirra nú gengið til liðs við Ísis, sem nú þegar stjórna stórum landsvæðum í Sýrlandi og í Írak. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×