Erlent

ISIS-liðar sagðir hafa náð Palmyra aftur á sitt vald

Birgir Olgeirsson skrifar
BBC hefur eftir heimildarmanni á svæðinu að Palmyra sé nú undir stjórn ISIS.
BBC hefur eftir heimildarmanni á svæðinu að Palmyra sé nú undir stjórn ISIS. Vísir/EPA
Meðlimir hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamska ríkið, ISIS, eru aftur komnir inn í hinu fornu borg Palmyra í Sýrlandi.

Á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC er greint frá því að eftirlitshópar hafi orðið vitni að átökum hermanna ISIS og hersveita Sýrlandsstjórnar í miðri Palmyra.

BBC hefur eftir heimildarmanni á svæðinu að borgin sé nú undir stjórn ISIS.

Talið er að 50 úr hersveitum Sýrlandsstjórnar hafi fallið í þessum átökum. Þeir sem komust af eru sagðir á flótta.

Eru einhverjir óbreyttir borgarar eftir í borginni og er óttast um öryggi þeirra.

ISIS réði yfir Palmyra í um tíu mánuði áður en Sýrlandsher náði henni aftur á sitt vald í mars síðastliðnum.

Þessar fregnir af endurkomu ISIS-liða berast á sama tíma og Sýrlandsher er við það að ná völdum að fullu í borginni Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×