Erlent

Íraksher safnar liði suður af Mosul

Atli Ísleifsson skrifar
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks.
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks. Vísir/AFP
Íraksher hefur flutt fleiri þúsund hermenn að herstöð í norðurhluta landsins. Flutningurinn er liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í Bagdad að ná Mosul, næststærstu borg landsins, úr höndum vígamanna ISIS.

Ónafngreindur hershöfðingi segir í samtali við AFP að írakskar hersveitir hafi síðustu daga haldið til herstöðvarinnar í Makhmur-héraði.

ISIS-liðar náðu Mosul á sitt vald í júní 2014. Ef frá eru taldar loftárásir hafa liðsmenn hryðjuverkasamtakanna getað herjað óáreittir í borginni.

Sveitir Írakshers endurheimtu Ramadi, höfuðborg Anbarhéraðs, vestur af höfuðborginni Bagdad, úr höndum ISIS í desember síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS

Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×