Handbolti

ÍR getur misst þriðja sætið í lokaumferðinni eftir tap gegn Aftureldingu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pétur Júníusson skoraði átta mörk.
Pétur Júníusson skoraði átta mörk. vísir/vilhelm
Afturelding vann ÍR, 28-24, í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding var fyrir leikinn búin að tryggja sér annað sætið í deildinni.

Pétur Júníusson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu sem stakk af í seinni hálfleik eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 11-11.

Sturla Ásgeirsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍR og Arnar Birkir Hálfdánsson fimm en Örn Ingi Bjarkason skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu.

FH vann öruggan sigur á Akureyri í kvöld og eru ÍR og FH því bæði með 30 stig fyrir lokaumferðina. ÍR mætir Akureyri heima en FH mætir ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×