Innlent

Innrásin í Kópavogi: Yngsta barnið á fyrsta ári

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjölskyldan sem ráðist var inn til býr í Kópavogi.
Fjölskyldan sem ráðist var inn til býr í Kópavogi. Vísir/Gva
Tvær konur ruddust inn í íbúð konu í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konan var ekki heima, en skelfingu lostin börn hennar náðu að læsa sig inn í herbergi og hringja þaðan í móður sína.

 

Yngsta barnið er á fyrsta ári, það næsta fjögurra ára og það elsta 16 ára.  Þegar móðirin kom á vettvang hótuðu þær henni meðal annars með hnífi og skemmdu einhverja húsmuni  áður en þær hurfu á braut.

Konan hringdi strax á lögreglu, sem handtók konurnar á heimili þeirra skömmu síðar og vistaði þær í fanggeymslum. Þær eru grunaðar um húsbrot, eignaspjöll, hótanir og fleira.

Þegar þær voru  handteknar könnuðust þær ekkert við að hafa ruðst inn á heimili konunnar, en þær þekkjast allar og eru af erlendu bergi brotnar. Lögregla kallaði út starfsfólk barnaverndar til að veita fjölskyldunni andlega aðstoð í nótt.

Lögreglu er kunnugt um að enhver ágreiningur hefur verð milli kvennanna, en það skýrist ekki fyrr en við yfirheyrslur í dag í hverju hann liggur. Hann tengist þó ekki fíkniefnum og voru árásarkonurnar ekki undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þegar þær rudust inn.


Tengdar fréttir

Ruddust inn á heimili í Kópavogi þar sem tvö börn voru ein heima

Tvær konur ruddust inn í íbúð konu í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konan var ekki heima, en skelfingu lostin börn hennar náðu að læsa sig inn í herbergi og hringja þaðan í móður sína. Þegar hún kom á vettvang hótuðu þær henni með hnífi áður en þær hurfu á braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×