Innistæðutryggingakerfið ekki hannað fyrir kerfishrun 28. nóvember 2009 18:34 Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt: Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka. Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra. Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins. Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna. Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum. Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt: Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka. Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra. Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins. Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna. Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum. Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira