Erlent

Innanríkisráðherra Frakklands segir af sér vegna sumarstarfa dætra hans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bruno Le Roux, fyrrverandi innanríkisráðherr Frakklands.
Bruno Le Roux, fyrrverandi innanríkisráðherr Frakklands. Vísir/Getty
Bruno Le Roux, innanríkisráðherra Frakklands hefur sagt af sér vegna ásakana um að dætur hans tvær hafi fengið greitt fyrir sumarstörf hjá honum á sama tíma og þær voru uppteknar við önnur störf. BBC greinir frá.

Dætur hans unnu hjá hjá ráðherranum fyrrverandi frá því að þær voru fimmtán og sextán ára, frá 2009 til 2016 og fengu greitt um sjö milljónir, árin sjö sem þær unnu fyrir föður sinn.

Le Roux heldur því þó fram að um alvöru störf hafi verið að ræða. Sagði hann þó að hann teldi að það væri rétt að hann myndi segja af sér svo að ekki væri grafið undan störfum ríkisstjórnarinnar.

Innanríkisráðherrann fyrrverandi er ekki eini franski stjórnmálamaðurinn sem lent hefur í vandræðum yfir því að hafa fjölskumeðlimi í vinnu en rannsókn stendur nú yfir á Francois Fillion, forsetaframbjóðanda, vegna ásakanna um að hann hafi greitt konu sinni og börnum fyrir störf sem þau unnu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×