Handbolti

Ingimundur: Ef maður gírar sig ekki upp hér á maður að hætta

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Varnartröllin þrjú - Sigfús, Ingimundur og Sverre.
Varnartröllin þrjú - Sigfús, Ingimundur og Sverre. Mynd/Vilhelm
„Tilfinningin eftir þennan leik er ótrúleg," sagði varnartröllið Ingimundur Ingimundarson en hann átti enn og aftur stórleik í íslensku vörninni sem spilaði frábærlega í gær.

„Gummi, Óskar og Gunni hafa verið að vinna svakalega undirbúningsvinnu og Pólverjarnir voru alveg kortlagðir. Svo eru ég, Fúsi og Sverre að hugsa málin fram og til baka. Maður er stanslaust um hugsa um leikinn. Þegar maður er að fá sér appelsínu er maður að hugsa um hvernig maður ætlar að stoppa Bielecki og svo framvegis. Maður er stanslaust að fara yfir þessa hluti."

Ingimundur sveif ekkert á bleiku skýji þrátt fyrir sigurinn og ljóst að í hans huga og annarra leikmanna er ballið ekki búið og menn ekki saddir.

„Við erum langt frá því að vera saddir. Það verður gaman fram eftir degi en svo byrja menn að hugsa um næsta andstæðing. Þetta verður ekki stærra og ógeðslega gaman. Ef maður nær ekki að gíra sig upp í leiki hér þá á maður að hætta þessu."


Tengdar fréttir

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×