Innlent

Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir. Vísir/Vilhelm
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama. Þetta kemur fram í gögnum í Panama-lekanum, sem Reykjavík Media hefur undir höndum, og fjallað er um í Kjarnanum og Stundinni í dag. Félagið heitir Guru Invest samkvæmt umfjöllun Kjarnans en það var stofnað árið 2007.

Hlutafé þess hafi frá upphafi verið að að fullu í eigu Ingibjargar en Jón Ásgeir fékk umboð til að skuldbinda félagið. Kjarninn greinir frá því að rekstur verslunarinnar Sports Direct sé að hluta í eigu Guru Invest og í gegnum félagið Rhapsody Investments sem skráð er í Lúxemborg. Þá greiddi Guru Invest tvo milljarða inn á skuld fjárfestingafélagsins Gaums, móðurfélags Baugs, og 101 Chalet, félag í eigu Gaums, við slitastjórn Glitnis eftir hrun.

Í gögnunum kemur fram að árið 2007 hafi Jón Ásgeir stofnað félagið Jovita sem í lok ágúst 2008 lánaði félaginu Þú Blásól, einnig í eigu Jóns Ásgeirs, rúmlega einn og hálfan milljarð króna. Kjarninn greinir frá því að í lánasamningi komi fram að hann ætti að gilda frá 18. október 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×