Erlent

Indverskum kennurum rænt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Fjórum indverskum háskólakennurum var rænt í borginni Sirte í Líbíu í nótt. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á verknaðnum en talið er líklegt að það séu vígamenn úr röðum Íslamska ríkisins.

Kennararnir fjórir voru í námsferð í Líbíu, en störfuðu allir við félagsvísindadeild háskólans í Mumbai. Fyrir ári síðan var fjörutíu inverskum verkamönnum rænt í höfuðborginni, Mosul. Þeir eru enn ófundnir.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×