Innlent

Illugi vill lækka framlög til RÚV

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV í morgun að hann hygðist lækka framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um rúmlega tvö hundruð milljónir króna.

Þess í stað yrði RÚV heimilt að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þannig megi sýna um tólf mínútur af auglýsingum á klukkustund en þær mega aðeins vera átta mínútur eins og reglur segja til um núna. 

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir 3,5 milljarða framlagi til Ríkisútvarpsins sem er hækkun um 319 milljónir á milli ára. Framlagið var aukið til þess að mæta kostnaðarbreytingum hjá RÚV sem leiða af ákvæðum laga sem sett voru í vor. Þar var takmörkuð innkoma úr auglýsingum fyrir Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sagði þetta í raun rýra afkomu RÚV um rúmlega 260 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×