Innlent

Illugi fékk óútskýrt lán frá Orku Energy

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vísir hefur reynt að ná tali af Illuga en það hefur ekki verið mögulegt.
Vísir hefur reynt að ná tali af Illuga en það hefur ekki verið mögulegt. Vísir/Daníel
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, fékk lán og laun frá fyrirtækinu Orku Energy árið 2011 sem nema allt að tíu milljónum króna. Stundin greinir frá þessu.

Samskipti Illuga við Orku Energy vöktu athygli í apríl en þá sagðist Illugi engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy í samtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Vilja svör um tengslin við Orku Energy

Síðar kom í ljós að Illugi leigir húsið sitt af Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, en Haukur hafði keypt íbúðina af menntamálaráðherra í lok mái árið 2013. Haukur aðstoðaði Illuga þar með úr miklum fjárhagsvandræðum.

Sjá einnig: Illugi seldi eigin félagi íbúðina

Samkvæmt frétt Stundarinnar hefur ekki tekist að ná í Illuga til þess að fá frekari skýringar á láninu og hann hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanns í tölvupósti. Stundin segir heimildir sínar herma að greiðslur Orku Energy til Illuga hafi numið um tíu milljónum króna. Illugi hefur fengið þrettán tölvupósta og fjölda spurninga sem útlistaðar eru í frétt  Stundarinnar en hvorki svarað bréfinu né spurningunum.

Vísir hefur einnig reynt að ná tali af Illuga margoft og sent aðstoðarmanni hans spurningar varðandi fjárhagsleg tengsl hans við Hauk. Þeim hefur heldur ekki verið svarað.


Tengdar fréttir

Illugi seldi eigin félagi íbúðina

Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013.

Hver skandallinn á fætur öðrum

Vísir fer yfir fimm mál sem hafa reynst ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum erfið en þau hafa verið óvenju mörg á síðustu tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×