Innlent

Icesave: Blaðamannafundur í beinni á Vísi og Bylgjunni

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Iðnó klukkan 18:00 í dag þar sem afrakstur Icesave-viðræðnanna verður kynntur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni.

Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands funduðu um málefni Icesave í Lundúnum í gær, miðvikudag og liggur samningur nú fyrir. Málið verður fyrst kynnt formönnum stjórnmálaflokkanna sem tilnefndu fulltrúa í samninganefndina.

Því næst fá utanríkis-og fjárlaganefnd, þingflokkar og aðilar vinnumarkaðarins kynningu. Að því loknu mætir samninganefndin á blaðamannafundinn í Iðnó til þess að kynna málið opinberlega.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×