Icelandair gengur frß kaupum ß sextßn 737 MAX flugvÚlum frß Boeing

 
Vi­skipti innlent
09:35 13. FEBR┌AR 2013
Icelandair gengur frß kaupum ß sextßn 737 MAX flugvÚlum frß Boeing

Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l.

Í tilkynningu um málið til Kauphallarinnar segir að um breytingu á fjölda staðfestra pantana er að ræða frá viljayfirlýsingunni. Staðfestum pöntunum fjölgar um fjórar og verða sextán alls og kaupréttir verða átta í stað tólf áður.

Vélarnar verða afhentar á árunum 2018-2021. Heildarverðmæti flugvélanna sextán samkvæmt listaverði Boeing er um 1,6 milljarðar dollara eða um 204 milljarðar kr. en kaupverðið er trúnaðarmál.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að endanlegir samningar við Boeing hafa verið undirritaðir. Þessi kaup munu styrkja stoðir Icelandair Group enn frekar og auka sveigjanleika og möguleika félagsins til frekari vaxtar. Fyrstu vélarnar munu koma í okkar rekstur á fyrri hluta árs 2018 og verða notaðar með núverandi flota af Boeing 757-200 vélum félagsins." Segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti innlent / Icelandair gengur frß kaupum ß sextßn 737 MAX flugvÚlum frß Boeing
Fara efst