Viðskipti innlent

Icelandair gæti tapað 1,3 milljarði

ingvar haraldsson skrifar
Stjórnendur Icelandair skoða nú hvort að skjóta eigi málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur.
Stjórnendur Icelandair skoða nú hvort að skjóta eigi málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/pjetur
Eigið fé Icelandair gæti lækkað um 1,3 milljarð í kjölfar úrskurðar yfirskattanefndar síðastliðin miðvikudag.

Yfirskattanefnd hafnaði þá kröfu Icelandair um að úrskurður Ríkisskattstjóra frá 18. desember 2013 yrði felldur úr gildi. Í úrskurði Ríkisskattstjóra var gjaldfærður fjármagnskostnaður gjaldárin 2008-2012 lækkaður með vísan til dóms Hæstaréttar í máli Toyota á Íslandi ehf. gegn íslenska ríkinu (nr. 555/2012.)

Það hefur í för með sér að yfirfæranlegt tap Icelandair minnkar um allt að 6,4 milljarða króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að stjórnendur Icelandair munu yfirfara forsendur yfirskattanefndar og meta hvort að skjóta eigi málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×