ÍBV og ÍA unnu leiki sína í Fótbolta.net mótinu, en tveir leikir fóru fram í mótinu í dag. Mótið hófst í gær með stórleik KR og FH, en KR vann þar dramatískan sigur.
ÍA vann 3-1 sigur á nýliðum Pepsi-deildarinnar, Þrótti, á Skaganum. Hilmar Ástþórsson kom Þrótti yfir, en Jón Vilhelm Ákason jafnaði fyrir hlé.
Það virtist stefna í jafntefli, en Skagamenn voru ekki á því. Þeir Arnar Már Guðjónsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu sitt hvort markið í uppbótartíma og lokatölur 3-1.
Í Fífunni tapaði silfurliðið frá því í fyrra, Breiðablik, 2-0 gegn ÍBV. Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Benedikt Októ Bjarnason skoruðu mörkin, en bæði komu þau í fyrri hálfleik.
Úrslit um markaskorara eru fengin frá úrslit.net.
