Íbúðalánasjóður tapar milljörðum á leiðréttingunni ingvar haraldsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu valda Íbúðalánasjóði milljarða tapi vegna minni vaxtatekna að sögn stjórnar sjóðsins. Íbúðalánasjóður mun tapa 600 til 900 milljónum, á ári, næstu árin vegna minni vaxtatekna í kjölfar skuldalækkana stjórnvalda á húsnæðislánum. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs sem birtist í ársreikningi ársins 2014.Þar kemur einnig fram að kaupverð leiðréttingarhluta lánasafnsins sé lægra en bókfært virði lánanna. Því er bókfært 433 milljóna tapi á síðasta ári vegna kaupa á þeim hluta lánasafns sem var leiðréttur.Skuldaaðgerðir kosta sjóðinn helming hreinna vaxtateknaÍbúðalánasjóður gerir einnig ráð fyrir að milli 15 og 17 milljarðar verði greiddir inn á lán vegna heimildar sem einstaklingar hafa til að nýta séreignasparnað til niðurgreiðslu húsnæðislána. Þessar uppgreiðslur muni valda því að hreinar vaxtatekjur sjóðsins dragist saman um 300 til 450 milljónir til viðbótar. Samanlagt munu því vaxtatap sjóðsins vegna skuldaúrræða ríkisstjórnarinnar nema 900 til 1350 milljónum á ári eða sem nemur um helmingi hreinna vaxtatekna Íbúðalánasjóðs. „Framangreint tjón vegna úrræða stjórnvalda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðsins og valda því að sjóðurinn verður hér eftir rekinn með tapi sem á endanum fellur á ríkissjóð,“ segir í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs.Íbúðalánsjóður þarf frekara eigið fé frá ríkinuRekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið erfiður undanfarin ár. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Klinkinu í byrjun desember að fyrirséð væri að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þann 19. desember fékk Íbúðalánasjóður bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem sagði að það sé skilningur Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt það tjón sem skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar kunni að valda sjóðnum. Ekki liggi þó fyrir með hvaða hætti það verði gert.Óvissa um framtíð sjóðsinsÞrátt fyrir erfiða stöðu sjóðsins þá skilaði Íbúðalánasjóður 3,2 milljarða hagnaði árið 2014 en sjóðruinn tapaði 4,3 milljörðum árið 2013. Eigið fé sjóðsins jókst því úr 3,4 prósentum í 4,5 prósent á árinu. Eigið féð þykir enn lágt en langtímamarkmið sjóðsins er að því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði yfir 5 prósent. Óvissa ríkir um framtíð sjóðsins en tillögur að nýrri framtíðarskipan húsnæðismála hafa verið í vinnslu hjá félagsmálaráðherra um talsverða hríð. Tengdar fréttir Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Íbúðalánasjóður mun tapa 600 til 900 milljónum, á ári, næstu árin vegna minni vaxtatekna í kjölfar skuldalækkana stjórnvalda á húsnæðislánum. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs sem birtist í ársreikningi ársins 2014.Þar kemur einnig fram að kaupverð leiðréttingarhluta lánasafnsins sé lægra en bókfært virði lánanna. Því er bókfært 433 milljóna tapi á síðasta ári vegna kaupa á þeim hluta lánasafns sem var leiðréttur.Skuldaaðgerðir kosta sjóðinn helming hreinna vaxtateknaÍbúðalánasjóður gerir einnig ráð fyrir að milli 15 og 17 milljarðar verði greiddir inn á lán vegna heimildar sem einstaklingar hafa til að nýta séreignasparnað til niðurgreiðslu húsnæðislána. Þessar uppgreiðslur muni valda því að hreinar vaxtatekjur sjóðsins dragist saman um 300 til 450 milljónir til viðbótar. Samanlagt munu því vaxtatap sjóðsins vegna skuldaúrræða ríkisstjórnarinnar nema 900 til 1350 milljónum á ári eða sem nemur um helmingi hreinna vaxtatekna Íbúðalánasjóðs. „Framangreint tjón vegna úrræða stjórnvalda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðsins og valda því að sjóðurinn verður hér eftir rekinn með tapi sem á endanum fellur á ríkissjóð,“ segir í skýrslu stjórnar Íbúðalánasjóðs.Íbúðalánsjóður þarf frekara eigið fé frá ríkinuRekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið erfiður undanfarin ár. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Klinkinu í byrjun desember að fyrirséð væri að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þann 19. desember fékk Íbúðalánasjóður bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem sagði að það sé skilningur Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt það tjón sem skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar kunni að valda sjóðnum. Ekki liggi þó fyrir með hvaða hætti það verði gert.Óvissa um framtíð sjóðsinsÞrátt fyrir erfiða stöðu sjóðsins þá skilaði Íbúðalánasjóður 3,2 milljarða hagnaði árið 2014 en sjóðruinn tapaði 4,3 milljörðum árið 2013. Eigið fé sjóðsins jókst því úr 3,4 prósentum í 4,5 prósent á árinu. Eigið féð þykir enn lágt en langtímamarkmið sjóðsins er að því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði yfir 5 prósent. Óvissa ríkir um framtíð sjóðsins en tillögur að nýrri framtíðarskipan húsnæðismála hafa verið í vinnslu hjá félagsmálaráðherra um talsverða hríð.
Tengdar fréttir Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn. 27. mars 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun