Innlent

Íbúar yfirgáfu Kirkjubæjarklaustur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur verið í nógu að snúast hjá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri frá upphafi gossins. Þessa mynd tók Vilhelm Gunnarsson kvöldð sem gosið hófst.
Það hefur verið í nógu að snúast hjá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri frá upphafi gossins. Þessa mynd tók Vilhelm Gunnarsson kvöldð sem gosið hófst.
Nokkrir íbúar á Kirkjubæjarklaustri yfirgáfu Klaustur í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar. Guðmundur Ingi Ingason lögreglumaður segir að fólk hafi farið í fjórum bílum og verið fylgt af björgunarsveitamönnum. Íbúarnir munu fá gistingu hjá ættingjum í nótt. Ekki hefur enn komið til þess að lögreglan hafi fyrirskipað fólki að yfirgefa íbúðir sínar heldur ákvað fólkið að fara upp á eigin spýtur.

Það hefur verið í nógu að snúast hjá björgunarsveitamönnum og lögreglu á Suðurlandi í kvöld. Mjög hvasst er á Kirkjubæjarklaustri, undir Eyjafjöllum og víðar. Þakplötur losnuðu á einum stað en með snarræði tókst að festa þær aftur.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa aðstoðað við að flytja fólk innan svæðisins nálægt gosinu í dag. Þá hafa birgðir af vatni í neysluumbúðum verið sendar austur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×