Íbúar í Breiðholti gætu verið kærðir 3. maí 2013 20:38 Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“ Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira