Íbúar í Breiðholti gætu verið kærðir 3. maí 2013 20:38 Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira