Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2015 20:28 Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur. Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur.
Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira