Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2014 14:01 Myndbandið er áhrifaríkt. „Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“ Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira