Í gćsluvarđhaldi vegna samskipta viđ brotamenn

 
Innlent
20:33 05. JANÚAR 2016
Frá lögreglustöđinni viđ Hverfisgötu.
Frá lögreglustöđinni viđ Hverfisgötu. VÍSIR/ANTON

Lögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla hrauni er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Hann starfaði í fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru meint brot hans sögð vera mjög alvarleg.

Í frétt Fréttatímans í dag, segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa óeðlileg samskipti við brotamenn. Í samtali við fréttastofu 365 segir Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarríkissaksóknari, að hann neiti ekki fyrir það. Hann segir meint brot vera mjög alvarleg.

Sjá einnig: Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi

Lögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs og hefur verið í einangrun síðan vegna rannsóknarhagsmuna.

Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Í gćsluvarđhaldi vegna samskipta viđ brotamenn
Fara efst