Innlent

Í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og tilraun til vændiskaupa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir sama brot. Brotið var framið í september 2009.
Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir sama brot. Brotið var framið í september 2009.
Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Þór Guðgeirsson í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem hann hafði ætlað að kaupa vændi af. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir sama brot. Brotið var framið í september 2009.

Samkvæmt lýsingu á atburðum kom Stefán Þór í íbúð konunnar og bað hana um kynlífsgreiða. Hún neitaði og kvaðst vera þreytt. Hann mun þá hafa nauðgað henni. Í dómi Hæstaréttar er hann bæði fundinn sekur um að hafa reynt að kaupa vændisþjónustu en líka að hafa þröngvað konunni með líkamlegu ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka, slegið hana í læri, sprautað úr slökkvitæki yfir hana og hótað henni að svipta hana vegabréfi hennar.

Árið 2007 var Stefán Þór dæmdur í 21 mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi í Nordhom í Þýskalandi. Hann var því á skilorði þegar hann braut af sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×