Enski boltinn

Newcastle hélt sér uppi með fyrsta sigrinum síðan í febrúar

Leikmenn og þjálfarar Newcastle fagna.
Leikmenn og þjálfarar Newcastle fagna. vísir/Getty
Newcastle hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 2-0 sigri á West Ham í lokaumferðinni sem fram fór í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik kom fyrsta markið. Moussa Sissoko skoraði þá fyrir Newcastle.

Newcastle menn bættu við öðru marki rétt fyrir leikslok, en þar var að verki Jonas Gutierrez, en þeir höfðu ekki unnið leik síðan 28. febrúar. Svakalegur dagafjöldi á milli sigra.

Newcastle sendir því Hull niður, en Newcastle endar í fimmtánda sætinu. West Ham endar í því tólfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×