MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Mark Gylfa tryggđi Swansea nćstum ţví ţriđja sigurinn í röđ | Sjáiđ markiđ hans Gylfa

 
Enski boltinn
22:00 02. FEBRÚAR 2016
Gylfi Ţór Sigurđsson fagnar marki sínu í kvöld.
Gylfi Ţór Sigurđsson fagnar marki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru ótrúlega nálægt því að landa dýrmætum útisigri á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gylfi kom Swansea í 1-0 á 63. mínútu og þannig var staðan þar til í uppbótartíma leiksins þegar José Salomón Rondón náði að skora jöfnunarmarkið eftir mikla orrahríð upp við mark Swansea.

Swansea var búið að vinna tvo deildarleiki í röð og Gylfi hélt uppteknum hætti á nýju ári.

Gylfi var nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum þegar Ben Foster varði langskot hans.

Ben Foster kom hinsvegar engum vörnum við þegar Gylfi stakk sér inn í teiginn á 63. mínútu og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.

Þetta var fjórða deildarmark hans á árinu í fimm leikjum ársins 2016. Gylfi hefur alls skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Leikmenn West Bromwich Albion gáfust ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. José Salomón Rondón potaði þá boltanum yfir marklínuna eftir ítrekaða nauðvörn varnarmanna Swansea.

Þetta var gríðarlega svekkjandi fyrir Gylfa og félagar sem voru svo ótrúlega nálægt því að landa þriðja sigrinum í röð.

Swansea er nú með 26 stig í 16. sæti og er nú fimm stigum frá fallsæti en Newcastle á leik inni annað kvöld.


Ben Foster varđi gott langskot frá Gylfa


Mark Gylfa Ţórs Sigurđssonar
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Mark Gylfa tryggđi Swansea nćstum ţví ţriđja sigurinn í röđ | Sjáiđ markiđ hans Gylfa
Fara efst