SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

United skorađi loksins í fyrri hálfleik og vann öruggan sigur | Sjáiđ mörkin

 
Enski boltinn
13:07 02. FEBRÚAR 2016
Jesse Lingard fagnar marki sínu.
Jesse Lingard fagnar marki sínu. VÍSIR/GETTY

Manchester United vann sannfærandi 3-0 sigur á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í röð.

Manchester United liðið var ekki búið að skora í fyrri hálfleik á Old Trafford síðan í september en fengu draumabyrjun í þessum leik á móti Stoke.

Jesse Lingard kom Manchester United yfir strax á 14. mínútu eftir góðan undirbúning frá afmælisbarninu Cameron Borthwick-Jackson. Lingard skoraði með skutlukalla eftir lága fyrirgjöf Borthwick-Jackson.

Níu mínútum síðar var komið að Anthony Martial sem skoraði þá með frábæru skoti upp í fjærhornið eftir að hafa fengið boltann frá Wayne Rooney.

Wayne Rooney innsiglaði síðan sigurinn sjálfur með þriðja markinu á 63. mínútu leiksins eftir sendingu frá Anthony Martial. Rooney skoraði markið skömmu eftir að marki hafði verið dæmt af honum.


Jesse Lingard kemur Manchester United í 1-0


Martial kemur Manchester United í 2-0


Rooney kemur United í 3-0
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / United skorađi loksins í fyrri hálfleik og vann öruggan sigur | Sjáiđ mörkin
Fara efst