Fótbolti

Heimir: Byrjunarliðið er klárt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Noregi í vináttuleik í Ósló á morgun en það verður næst síðasti leikur liðsins fyrir EM í Frakklandi.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun en beina lýsingu frá fundinum má sjá í Twitter-boxinu hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður Íslands, fær frí á morgun en vonast er til að Aron Einar og Kolbeinn Sigþórsson, sem hafa glímt við meiðsli síðustu vikur, taki þátt í leiknum.

„Byrjunarliðið er klárt. Látum æfinguna skýra það betur út. Gefum það ekki út núna. En skynsamur maður ætti að geta lesið í það,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum.

Hér að neðan má lesa beina lýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.


Tengdar fréttir

Vil spila allar mínútur á EM

Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×